Staðirnir

Lambakjöt, skyr og flatbrauð

Lambakjöt, skyr og flatbrauð eru hráefni samofin matarmenningu Íslands og sögu sem ber að halda á lofti. En matarmenningin mótast enn fremur af erlendum áhrifum, þar sem forvitnilegur bræðingur lagast að smekk neytenda í dag.


 Hugmyndafræði LAMB er einmitt að heiðra rammíslenskar hefðir og bræða við aldagamlar matarvenjur Miðausturlanda. Tilgangurinn er að aðlaga matargerð að breyttum matarvenjum, heiðra matarhefð og styðja við staðbundna matvælaframleiðslu.

Share by: