Staðirnir

うま味

Á Umami er aðeins boðið upp á hágæða sushi handgert á staðnum einungis úr fyrsta flokks hráefni. Allur okkar lax er íslenskur landeldislax og er allur okkar matur mjólkur- og hnetulaus.


Umami er ein af fimm grunn bragðtegundunum ásamt söltu, súru, sætu og beisku. Orðið er komið af japanska orðinu umai (うま味 ) sem lýsir bragðgóðum mat. Einkenni Umami er djúpt bragð sem oft er lýst sem afbrigði af seltu.


Yfirkokkur Umami er Axel Clausen en hann var í Kokkalandsliði Íslands og hefur unnið til margra verðlauna.

Share by: